Ár hvert auglýsir Evrópusambandið eftir umsóknum um styrki til samstarfsverkefna þar sem nokkur fyrirtæki, stofnanir, háskólar og fleiri taka höndum saman um að þróa einstaka lausn. Þessar lausnir geta verið á fjölmörgum sviðum, s.s.:
- heilbrigðistækni
- hringrásarhagkerfið
- fiskeldi
- rafræn þjónusta í sveitarfélögum
- o.m.fl.
Þátttaka í samstarfsverkefni gefur aðilum gullið tækifæri til að efla alþjóðlegt tengslanet um leið og þekkingu innan fyrirtækis / stofnunar. Oftast er um háa styrki að ræða sem deilast á milli þátttakenda í samræmi við framlag til verkefnisins.
Íslenskir aðilar geta bæði haft frumkvæði að verkefni en líka verið “meðreiðarsveinar” í verkefni sem aðrir hafa frumkvæði að. Við hjá Evris / Inspiralia aðstoðum við að búa til teymi og/eða koma þér inn í teymi.