Fyrirtækin Skaginn hf og DT Equipment bættust í hóp þeirra íslensku fyrirtækja sem Evris og Inspiralia hafa aðstoðað við að sækja og fá stóra styrki frá ESB til vöruþróunar og undirbúnings alþjóðlegrar markaðssetningar.
Eftirtalin fjögur fyrirtæki hafa fengið fasa 2 styrki með aðstoð Evris og Inspiralia samtals að fjárhæð € 6.721.068 eða ÍSK 834.622.224 (gengi 7 ágúst 2018):
Skaginn hf (€ 2.083.055), DT Equipment ehf (€ 1.405.469), Genis hf (€ 1.526.271) og Aurora Seafood ehf (€ 1.705.778).
Eftirtalin fyrirtæki hafa fengið fasa 1 styrki með aðstoð Evris og Inspiralia, hvert að fjárhæð € 50.000 eða ÍSK 6.209 (gengi 7. ágúst 2018). Samtals styrkir eru því € 1.650.000 eða ÍSK 204.897.000.
Platome, Íslensk hollusta, Naust Marine, Asco Harvester, Aurora Seafood, Genís, Skaginn, Men&Mice, DT Equipment, DoHop, EpiEndo, SideKick health, eTactica, Stálsmiðjan-Framtak, Jakar, Röst, Ekkó, Saga Medica, Erki tónlist, Info Mentor, GeoSilica, Memento, Navis, Fisheries Technology, Taramar, Medilync, SAREYE, Þula, Activity Stream, Seafood IQ, IceCal, Curio og Carbon Recycling International.