Þrjú íslensk fyrirtæki komust í gegnum SME fasa 1 í september sl með aðstoð okkar hjá Evris og Inspiralia. Það eru OZ, D-Tech og Syndis og óskum við þeim innilega til hamingju með góðan árangur og við hlökkum til að fylgja þeim áfram í fasa 2 og svo alla leið að endamarkinu sem er hinn stóri styrkur. Eftirtalin fyrirtæki hafa áður komist í gegnum fasa 1 með okkar aðstoð:
Platome, Íslensk hollusta, Naust Marine, Asco Harvester, Aurora Seafood, Genís, Skaginn, Men&Mice, DT Equipment, DoHop, EpiEndo, SideKick health, eTactica, Stálsmiðjan-Framtak, Jakar, Röst, Ekkó, Saga Medica, Erki tónlist, Info Mentor, GeoSilica, Memento, Navis, Fisheries Technology, Taramar, Medilync, SAREYE, Þula, Activity Stream, Seafood IQ, IceCal, Curio og Carbon Recycling International.
Fjögur íslensk fyrirtæki komust svo í gegnum SME fasa 2 í október með okkar aðstoð. Þau eiga hinsvegar eftir að komast yfir síðasta hjallann til að fá stóra styrkinn, þ.e. að halda sk. fjárfestakynningu í Brussel þar sem endanlega er skorið úr um hvort fyrirtækin fá styrkinn. Nöfn fyrirtækjanna eru ekki gefin upp að svo stöddu en við óskum þeim velfarnaðar í Brussel í næstu viku.