Það er gaman að segja frá því að íslensku fyrirtækin Videntifier og Arkio eru ein af þeim fyrstu til að komast í gegnum fyrri fasa af tveimur í nýju Accelerator prógrammi Evrópusambandsins. Þökk sé okkar fólki hjá Inspiralia sem mun halda áfram af fullum þrótti og metnaði að aðstoða íslensk fyrirtæki við að sækja um hina stóru Accelerator styrki. Þess má reyndar til gamans geta að sérfræðingar Inspiralia komu 64% af þeim umsóknum, sem þau undirbjuggu, í gegnum fasa eitt nú í apríl og maí. Sú breyting hefur orðið á Accelerator prógramminu að aðeins má sækja tvisvar um fyrri fasann og ef fyrirtæki komast ekki í gegnum það nálarauga eru þau „fryst“ í tólf mánuði, þ.e. þau mega ekki leggja inn umsóknir á þeim tíma. Við hjá Evris/Inspiralia höfum náð góðum árangri við að sækja Accelerator (áður SME Instrument) styrki til íslenskra fyrirtækja eins og sjá má hér og hér.
Accelerator prógrammið verður kynnt á webinari miðvikudaginn 26. maí kl. 9:00. Skráning hér: https://inspiraliagroup.clickmeeting.com/horizon-europe-eic-accelerator/register?_ga=2.187151400.1094660841.1620628008-1159534306.1614864863