Fyrirtækið Freyja Healthcare í Bandaríkjunum fékk í sumar styrk upp á 750.000 USD frá Nýsköpunarsjóði heilbrigðisvísinda í Bandaríkjunum (SBIR/STTR). Það var starfsfólk Inspiralia USA sem aðstoðaði fyrirtækið við að sækja um styrkinn. Styrkurinn verður notaður til að þróa nýja tækni fyrir kviðsjárskoðanir og sýnatöku í legi og eggjastokkum sem og til skimunar fyrir krabbameini.
Freyja Healthcare er bandarískt fyrirtæki en stofnandi og einn eiganda þess er dr. Jón Ívar Einarsson, prófessor við Læknadeild Harvard háskóla. Jón Ívar er bæði íslenskur og bandarískur ríkisborgari og Freyja Healtcare er í meirihluta eigu bandarískra ríkisborgara sem er skilyrði þess að fá nýsköpunarstyrki þar í landi en handhafar Græna kortsins (Green Card Holders) njóta sömu stöðu og ríkisborgarar í þessum efnum.
Nánari upplýsingar um fyrirtækið er að finna hér: https://freyjahealthcare.com/