Taktu frá klukkutíma þann 4. september nk. klukkan 9:00 þegar Evris / Inspiralia kynna möguleika til fjármögnunar nýsköpunarverkefna í Bretlandi. Íslenskum fyrirtækjum með starfsstöð í Bretlandi eða þeim hafa hug á að stofna starfsstöð þar í landi býðst að sækja um opinbera styrki til rannsókna og nýsköpunar. Eftir allnokkru er að slægjast þar sem hægt er að sækja um styrki allt frá 25 þúsund pundum uppí 10 milljónir punda. Engar takmarkanir eru á eðli hugmynda en óneitanlega hjálpar það umsókninni hversu vel útfærsla hennar gagnast Bretlandi í framtíðinni.
Eftir að Bretland sagði sig úr Evrópusambandinu hafa Bretar lagt mikla áherslu á eigin styrkjakerfi. Það ásamt kólnun hagkerfisins á tímum heimsfaraldrar gerir það að verkum að styrkjaumhverfið þar í landi hefur sjaldan eða aldrei verið eins spennandi og nú. Okkar fólk hjá Inspiralia í Bretlandi hefur kynnt sér umhverfið til hlýtar og aðstoðar íslensk fyrirtæki við að skrifa umsóknir og finna breska samstarfsaðila ef með þarf.
Á vefþinginu (e. webinar) 4. september nk. verður farið yfir fjölbreytta styrkjamöguleika og hvernig best er að standa að stofnun fyrirtækis / starfsstöðvar í Bretlandi. Í framhaldi af vefþinginu verður boðið upp á fundi með einstökum fyrirtækjum þar sem farið verður ofan í saumana á tækifærinum og möguleikar metnir út frá hverju fyrirtæki/verkefni fyrir sig. Mikilvægt er að skrá sig sérstaklega á einkafundina en fjöldi þeirra er takmarkaður.
Nánari upplýsingar hér