Poppins & Partners í samstarfi við Evris kynna Fáðu fjármagn!

Ráðstefnu- og vinnustofudagur þar sem fjallað verður um fjármögnun sprotafyrirtækja.

Dagsetning: 4. október 2018
Staðsetning: Hilton Nordica Reykjavík
Tími: 8:45 – 12:00 (vinnustofur hefjast kl. 13/14)
Verð: 15.900 kr.

NOTAÐU KÓÐANN POPPINS15 TIL AÐ FÁ 15% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI.
Fyrirlesarar verða Kolbrún Hrafnkelsdóttir, stofnandi Florealis, Hekla Arnardóttir, Founding Partner hjá Crowberry Capital, Guðmundur Hafsteinsson, yfirmaður vöruþróunar á Google Assistant, englafjárfestir og nýskipaður formaður stýrihóps um mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland, Ásdís Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Atvinnumálum kvenna, Ingi Rafn Sigurðsson, stofnandi Karolina Fund og Paula Gould, sérfræðingur í markaðssamskiptum. Fundarstjóri verður Anna Margrét Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Evris.
Seinni hluta dags verða vinnustofur í gerð fjárfestakynninga, undirbúningi hópfjármögnunar-herferða og styrkumsóknaskrifum fyrir þá fyrstu sem skrá sig, en aðeins 20 sæti verða í boði á hverja vinnustofu.

Bakhjarlar ráðstefnunnar eru Atvinnumál kvenna, Frumtak, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) og Svanni lánatryggingasjóður.

Samstarfsaðilar eru Icelandic Startups, Karolina Fund og Startup Iceland.

Nánari upplýsingar má finna hér: https://www.poppinsandpartners.com/fadu-fjarmagn-2018