Samstarfsaðili Evris, fyrirtækið Toro Ventures, sérhæfir sig í tengja saman fyrirtæki í nýsköpun og erlenda fjárfesta og dreifingaraðila. Fyrirtækið er í eigu sömu aðila og Inspiralia sem hefur náð einstökum árangri við að sækja evrópska styrki til íslenskra nýsköpunarfyrirtækja (sjá hér neðar).
Toro Ventures er ráðgjafafyrirtæki sem aðstoðar lítil og meðalstór fyrirtæki við sókn á alþjóðlega markaði, annað hvort með því að koma þeim í sambandi við stórt net alþjóðlegra fjárfesta sem hafa þekkingu og tengsl inn á viðkomandi markaði og/eða dreifingaraðila einkum í Evrópu, Bandaríkjunum og suður Ameríku. Starfsfólk Toro Ventures hefur langa reynslu af því að fylgja fyrirtækjum í nýsköpun í vegferð þeirra til alþjóðavæðingar.
Sérfræðingur Toro Ventures, Luis Enrique, verður hér á landi dagana 23. – 26. október til að funda með íslenskum fyrirtækjum sem hafa áhuga á að nýta sér þjónustu fyrirtækisins. Um þessar mundir er Toro Ventures með fjárfesta sem hafa áhuga á að fjárfesta í fyrirtækjum sem sérhæfa sig í “IoT, Big Data, Analytics, machine learning, biometrics, drones, photonics and robotics”
Toro Ventures hefur einnig greiðan aðgang að dreifingaraðilum fyrir vörur sem snúa að orku- og bættri orkunýtingu, tæknilegum lausnum í sjávarútvegi og landbúnaði, byggingageiranum, ýmiskonar heilsutengdum vörur og margt fleira.
Þeir sem hafa áhuga á að funda með Luis sendi tölvupóst á framkvæmdastjóra Evris, Önnu Margréti í netfangið annamargret@evris.is