Með stolti segjum við frá því að í lok árs 2018 fengu tvö íslensk fyrirtæki SME fasa 2 styrki frá Evrópusambandinu með aðstoð Evris og Inspiralia. Fyrirtækið Curio fékk rúmar tvær milljónir evra fyrir þróun á nýrri fiskvinnsluvél https://curio.is og fyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) fékk rúmar 1,8 milljón evra til að þróa áfram aðferðir til að vinna endurnýtanlegt metanóli úr koltvísýringi http://www.carbonrecycling.is/

Eftirtalin fyrirtæki fengu SME fasa 1 styrk að upphæð 50 þúsund evrur hvert um sig: Mussilla, Hefring, Valka og Svarmi.

Samtals hafa því íslensk fyrirtæki, með aðstoð Evris og Inspiralia, fengið 10,8 milljónir evrur í fasa 2 styrki eða einn og hálfan milljarð íslenskra króna (sjá feitletruð). Samtals styrkveitingar í fasa 1 eru 2,150 evrur eða samtals 289 milljónir íslenskar krónur miðað við gengi 4. febrúar 2019.

Activity tream, Aurora Seafood, Genís, Skaginn3X, Men&Mice, DT Equipment, DoHop, EpiEndo, SideKick health, eTactica, Stálsmiðjan-Framtak, Jakar, Kjarnar, Ekkó toghlerar, Saga Medica, Erki tónlist, Info Mentor, GeoSilica, Memento, Navis, Fisheries Technology, Taramar, Medilync, SAREYE, Þula, Keynatura, Seafood IQ, IceCal, Curio, CRI, Asco Harvester, Naust Marine, Seagem, Platome, Oz, D-Tech, SYNDIS, Mussilla, Valka, Hefring, Svarmi.

Við óskum styrkhöfum innilega til hamingju og minnum á að við erum byrjuð að ganga frá samningum við fyrirtæki sem vilja sækja um SME fasa 1 eða Fast Track to Innovation styrk í byrjun maí.

Við verðum með kynningarfund 14. febrúar þar sem öll þjónusta Evris og Inspiralia verður kynnt.