Sumir vilja kalla þennan nýja vettvang „Tinder fyrir nýsköpun og fjárfesta“. Við hjá Evris og Inspiralia/m27 köllum hann GRECA og ætlum að kynna hann á vefstefnu (e. webinar) föstudaginn 12. júní nk. kl. 10 – 11. Dagskráin hefst með reynslusögu íslensks frumkvöðuls, því næst munu sérfræðingar frá m27 kynna GRECA vettvanginn og loks verður boðið uppá stefnumót einstakra fyrirtækja og sérfræðinga m27.

Skráning á vefstefnuna fer fram hér: https://www.eventbrite.at/e/match-your-project-with-the-right-investor-registration-107247512196. Stefnumótin fara fram í Teams og verða boðuð sérstaklega.