Sverrir Geirdal hefur verið ráðinn til starfa hjá Evris og Auðnu tæknitorgs en bæði fyrirtækin eru staðsett í Íslenska Sjávarklasanum. Undanfarin misseri hafa Evris og Auðna unnið saman að því að efla íslenska nýsköpun og með ráðningu Sverris til fyrirtækjanna mun það samstarf aukast enn frekar til hagsbóta fyrir nýsköpunarumhverfið í landinu.
Sverrir Geirdal er með MBA frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS), diplóma í Rekstrar og viðskiptafræði frá EHÍ ásamt diplóma í kerfisfræði frá EDB skólanum í Odense. Hann hefur áralanga reynslu af fjármögnun nýsköpunarverkefna, fyrst hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og síðar á eigin vegum. Sverrir rak eigið ráðgjafarfyrirtæki um langt árabil þar sem hann sinnti ráðgjöf í upplýsingatækni, stefnumótun, viðskiptaþróun og rekstri. Sverrir hefur einnig sinnt fjölbreyttum verkefnum á sviði tölvu endurskoðunar og markvissri stjórnun stofngagna fyrir mörg af stærstu fjármálafyrirtækum landsins. Síðustu tvö árin hefur Sverrir verið IT-Business partner hjá Marel þar sem hann brúaði bilið á milli viðskiptaeininga og upplýsingatækni á heimsvísu.
Nánar um ráðningu Sverris og Auðnu tæknitorg í þessari frétt Markaðarins: https://www.frettabladid.is/markadurinn/sverrir-radinn-til-audnu-og-evris/?fbclid=IwAR1MTooOT4aOMiL7s9hLQ1q4VjDni58tUoF1cjppSKpWSbZjDw3xCmMPCvA